Auglýsing

Viðar Örn skellti sér á skeljarnar á Kanarí

Fótboltakappinn Viðar Örn Kjartansson trúlofaðist kærustu sinni, Thelmu Rán Óttarsdóttur, í helgarferð á Kanarí um síðustu helgi.

Viðar Örn segir í samtali við DV að það þau hafi bæði vitað að tímaspursmál hafi verið hvenær þetta myndi gerast:

Ég skellti mér á skeljarnar á rómantískum veitingastað á eyjunni. Það þarf að vera eitthvað rómantískur líka.

Viðar Örn hefur verið aðalmaðurinn í Noregi frá því að hann hóf að spila með Vålerenga í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Hann var markahæstur á síðustu leiktíð með 25 mörk, kosinn besti framherji deildarinnar, valinn í lið ársins og valinn besti leikmaður deildarinnar af Nettavisen.

Þá hefur hann verið eftirsóttur hjá fyrirtækjum í Noregi og Nútíminn greindi frá því að heitur pottur hafi verið nefndur í höfuðið á honum. Loks sendi hann frá sér Creed-slagara til að styrkja liðið sitt en lagið komst á lista yfir vinsælustu lög Noregs.

Viðar hefur gert nýjan samning við Vålerenga. Samningurinn er einn sá stærsti sem Íslendingur hefur gert í Noregi, samkvæmt heimildum Vísis.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing