Nú fara loks að hefjast viðgerðir á Akureyrarkirkju eftir skemmdarverk sem voru unnin á kirkjunni veturinn 2017. Vinnupallar hafa verið reistir við suðurvegg kirkjunnar og reiknað er með að framkvæmdir hefjist á næstu dögum. Þetta kemur fram á vef Kaffið.is.
Tjónið á kirkjunni er metið á um 18 milljónir króna. Það er töluvert meira en upprunalega var reiknað með. Viðgerðin verður unnin í áföngum eftir því sem fjármunir leyfa en búið er að kaupa efni til viðgerða á alla kirkjuna.