Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra Íslands, mætti í Costco í morgun. Hann byrjaði á því að fara í röð til að fá aðildarkort svo hann gæti verslað. Viðskiptavinir ráku upp stór augu þegar þeir tóku eftir honum í röðinni og árvökull lesandi Nútímans sendi mynd okkur mynd af honum í röðinni
Myndin fylgir fréttinni. Bjarni er þessi hávaxni í gráu skyrtunni. Engum sögum fer af því hvað forsætisráðherra keypti í morgun.
Það hefur verið brjálað að gera í Costco síðustu daga. Ef allar kerrur eru í notkun þurfa viðskiptavinir að bíða eftir næstu lausu kerru svo þeir fái að fara inn í vöruhúsið. Hafa sumir brugðið á það ráð að elta viðskiptavini sem eru að koma út úr búðinni að bílum þeirra, aðstoðað þá við að raða vörunum inn í bílinn og tekið síðan kerruna. Ef marka má samfélagsmiðla hefur verið aðeins rólegra nú í morgunsárið.