Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, greindi frá því í gær að hún gæfi ekki kost á sér fyrir næstu Alþingiskosningar. Enginn er kátari með þessa ákvörðun en alnafnan, Vigdís Hauksdóttir.
Sjá einnig: Vigdís Hauksdóttir hættir á þingi: „Ég er stolt af verkum mínum á Alþingi“
Vigdís Hauksdóttir hefur oft fengið að kenna á þvi að vera alnafna þingkonunnar Vigdísar Hauksdóttur. Hún hefur fengið haturspósta á Facebook sem voru ætlaðir þingkonunni og er hún oftar en ekki spurð hvort hún sé í Framsóknarflokknum.
Að sögn Vigdísar einkenndist tíminn sem nafna hennar sat á þingi af bröndurum og dýrum skotum í tengslum við nafn hennar. Nútíminn birti í vor myndband um fræga alnafna en þar greindi Vigdís frá því hvernig er að eiga þingmann sem alnöfnu:
Við erum ekki sama manneskjan þó margir haldi það. Ég hef lent í því að vera hjá kvensjúkdómalækni þar sem hann var bókstaflega með andlitið í klofinu á mér að spyrja hvort ég væri í Framsóknarflokknum.
Hún fagnar því mjög að þingkonan hafi ákveðið að gefa ekki kost á sér á ný. Í samtali við nútímann segir Vigdís að ákvörðun nöfnu sinnar hafi verið löngu tímabær. „Var hennar tími ekki bara löngu liðinn? Þetta var komið gott,“ segir hún.
Sjá einnig: Raunir alnöfnu Vigdísar Hauks: „Kvensjúkdómalæknirinn spurði hvort ég væri í Framsókn“
Aðspurð segir hún það aldrei að vita hvort hún muni taki nú við og viðhaldi frægð nafnsins. „Aldrei að vita, það er óráðið.“