Auglýsing

Mælirinn er fullur hjá Vigdísi Hauks, kærir ritstjóra sem kallaði hana „nýrasista“

Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, hefur kært Gunnar Waage, ritstjóra vefsíðunnar Sandkassinn, fyrir ærumeiðandi ummæli og skrif. Þetta kemur fram á Vísi.

Vigdís sagðist á Facebook-síðu sinni í dag hafa gengi á fund lögreglunnar og lagt fram kæru eftir rúmlega sjö ára níðskif um sig á netinu. „Nú fer málið í ferli,“ sagði hún.

Búið er að taka vefinn sem um ræðir niður en Vigdís segist í samtali við Vísi hafa verið viðfangsefni „haughússins“ í rúmlega sjö ár.

„Það sem fyllti mælinn hjá mér var það sem birtist á netinu í gær, ég fékk vitund um, var bent á það, að ég er þar á lista númer 10 yfir Nýrasista, hvað svo sem það þýðir,“ segir Vigdís á Vísi.

„Mælirinn er fullur hjá mér. Nú er ég búin að fá nóg, nú svara ég með þessum hætti. Þegar ég er sökuð um eitthvað og á sér enga stoð í raunveruleikanum. Þetta er uppsöfnuð þreyta. Allt í einu fékk ég nóg og það gerðist í morgun.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing