Auglýsing

Vigdís Hauks sýndi réttu handtökin

Skreytingakvöld Blómavals fór fram í gær og nutu þátttakendur þar m.a. leiðsagnar Vigdísar Hauksdóttur, formanns fjárlaganefndar og garðyrkjufræðings, en hún var þar mætt í hlutverki gestaskreytara.

Þegar Vigdís ræddi málið við DV í síðustu viku sagðist hún komast í jólaskapið á þessum námskeiðum en hún var einnig gestaskreytari í fyrra:

Ég er ekki mikið að skreyta meðfram þingstarfinu en ég hef tekið að mér eitt og eitt brúðkaup á sumrin mér til gamans. Þetta er handverk og í raun iðngrein og því er gaman að grípa í það með þessum hætti. Ég held sýningu í tvo tíma og þarf svo ekki að spá í það meira. Það er mjög gott að geta gripið í þekkinguna án nokkurrar skuldbindingar nema þá bara að vinna vinnuna vel og gera nýja hluti.

Vigdís fór í Garðræktarskóla ríkisins og lærði þar ylrækt sem er ræktun blóma og grænmetis undir gleri og úti.

„Eftir námið fór ég að vinna í Blómavali en ég fann að ég vildi sérhæfa mig meira. Ég fór þá til Danmerkur og lærði blómaskreytingar. Þegar ég kom heim aftur tók ég þátt í að stofna blómaskreytingarbraut í skólanum og varð kennari við brautina. Þannig byrjar kennslan hér á landi,“ sagði Vigdís samtali við DV.

Nokkur sæti eru laus á námskeiðið klukkan 19 í kvöld. Vigdís verður aftur gestaskreytari í kvöld og miðlar af reynslu sinni ásamt öðrum margreyndum skreytingameisturum. Aðgangur er ókeypis en nauðsynlegt er að skrá sig með því að senda póst á namskeid@blomaval.is.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing