Auglýsing

Vigdís Hauks talar í kvöld

Stefnuræða forsætisráðherra og umræða um hana fer fram í beinni útsendingu í Sjónvarpinu í kvöld. Útsendingin hefst klukkan 19.40 með ræðu Sigumundar Davíðs og í kjölfarið fylgja þrjár umferðir af umræðum.

Ræða Sigmundar verður 20 mínútna löng en fulltrúar hinna flokkanna hafa 12 mínútur í fyrstu umferð. Í annarri umferð eru ræðurnar sex mínútur en í þeirri þriðju 5 mínútur. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, er á meðal þeirra sem tala fyrir Framsóknarflokkinn þannig að landsmenn geta búið sig undir flugeldasýningu úr ræðustól Alþingis.

Flokkarnir flytja ræður í þessari röð: Framsóknarflokkur, Samfylkingin, Vinstri hreyfingin – grænt framboð, Sjálfstæðisflokkur, Björt framtíð og loks Píratar.

Samkvæmt vef Alþingis eru ræðumenn kvöldsins eftirfarandi:

Fyrir Framsóknarflokk tala Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í fyrstu umferð, í annarri Vigdís Hauksdóttir og í þriðju umferð Gunnar Bragi Sveinsson.

Ræðumenn Samfylkingarinnar verða Árni Páll Árnason, Katrín Júlíusdóttir og Kristján L. Möller.

Ræðumenn fyrir Vinstri hreyfinguna – grænt framboð verða Katrín Jakobsdóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir og Steingrímur J. Sigfússon.

Ræðumenn fyrir Sjálfstæðisflokk verða Bjarni Benediktsson, Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarsson.

Ræðumenn Bjartrar framtíðar verða Guðmundur Steingrímsson, Björt Ólafsdóttir Brynhildur S. Björnsdóttir.

Ræðumenn Pírata verða Jón Þór Ólafsson, Helgi Hrafn Gunnarsson og Birgitta Jónsdóttir.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing