Vigdís Hauksdóttir, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Reykjavík, tjáði sig um nýja greinargerð Vegagerðarinnar um framtíðarsýn stofnvega á höfuðborgarsvæðinu á Twitter í dag. Vigdís segir Vegagerðina hafa skýra sýn á úrbætur í samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins og í greinargerðinni sé ekki eitt orð um Borgarlínuna. Það er þó ekki alveg rétt hjá henni þar sem í greinargerðinni er heill kafli sem fjallar um almenningssamgöngur, þar með talið Borgarlínuna.
Í greinargerðinni segir að sveitarfélögin vinni að því að litið verði heildstætt á samgöngur á höfuðborgarsvæðinu með því að almenningssamgöngur og hjólreiðar fái sambærilega stöðu og fjármagn og stofnvegakerfið.
Þar er áætlað að Vegagerðin og samgönguyfirvöld vinni áætlun um sjálfbærar samgöngur í samvinnu við sveitarfélögin og aukin áhersla verði lögð á almenningssamgöngur, göngu og hjólreiðar með þau markmið að leiðarljósi að draga úr umhverfisáhrifum, samgöngukostnaði og auka nærþjónustu við borgarbúa.
Það vakti því athygli í morgun þegar Vigdís tísti og sagði að það væri ekki eitt orð um Borgarlínuna í greinargerð Vegagerðarinnar. „Vegagerðin hefur skýra sýn á úrbætur í samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins í nýrri skýrslu, ekki eitt orð um það sem kallað er Borgarlína,” sagði Vigdís.
Vegagerðin hefur skýra sýn á úrbætur í samföngumálum höfuðborgarsvæðisins í nýtti skýrslu
Ekki eitt orð um það sem kallað er borgarlína https://t.co/uAHM55td5V— Vigdís Hauksdóttir (@vigdishauks) June 28, 2018
Júlíus Flosason benti henni á að það væri ekki bara minnst á Borgarlínuna heldur kæmi hún fyrir í efnisyfirliti skýrslunnar
Ekki eitt orð? Það stendur í efnisyfirlitinu 🙂 pic.twitter.com/MB9tijIMcN
— Júlíus Flosason (@Julli91) June 28, 2018
Ómar Hauksson var ekki sáttur með Vigdísi og velti því fyrir sér hvers vegna hún væri að þessu
Af hverju talar þú svona Vigdís? Af hverju ertu að þessu? Er það svona sem þú villt láta minnast þín? Í alvöru? Er þér sagt að gera þetta, að snúa út úr og beinlínis ljúga eða gerir þú þetta alveg að sjálfstáðum? Og þá af hverju. Hvað ertu að reyna að fá út úr þessu?
— Omar Hauksson (@Oswarez) June 28, 2018