Auglýsing

Vigdís Hauksdóttir las greinargerð Vegagerðarinnar ekki alveg nógu vel: „Ekki eitt orð um það sem kallað er Borgarlína”

Vigdís Hauksdóttir, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Reykjavík, tjáði sig um nýja greinargerð Vegagerðarinnar um framtíðarsýn stofnvega á höfuðborgarsvæðinu á Twitter í dag. Vigdís segir Vegagerðina hafa skýra sýn á úrbætur í samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins og í greinargerðinni sé ekki eitt orð um Borgarlínuna. Það er þó ekki alveg rétt hjá henni þar sem í greinargerðinni er heill kafli sem fjallar um almenningssamgöngur, þar með talið Borgarlínuna.

Í greinargerðinni segir að sveitarfélögin vinni að því að litið verði heildstætt á samgöngur á höfuðborgarsvæðinu með því að almenningssamgöngur og hjólreiðar fái sambærilega stöðu og fjármagn og stofnvegakerfið.

Þar er áætlað að Vegagerðin og samgönguyfirvöld vinni áætlun um sjálfbærar samgöngur í samvinnu við sveitarfélögin og aukin áhersla verði lögð á almenningssamgöngur, göngu og hjólreiðar með þau markmið að leiðarljósi að draga úr umhverfisáhrifum, samgöngukostnaði og auka nærþjónustu við borgarbúa.

Það vakti því athygli í morgun þegar Vigdís tísti og sagði að það væri ekki eitt orð um Borgarlínuna í greinargerð Vegagerðarinnar. „Vegagerðin hefur skýra sýn á úrbætur í samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins í nýrri skýrslu, ekki eitt orð um það sem kallað er Borgarlína,” sagði Vigdís.

Júlíus Flosason benti henni á að það væri ekki bara minnst á Borgarlínuna heldur kæmi hún fyrir í efnisyfirliti skýrslunnar

Ómar Hauksson var ekki sáttur með Vigdísi og velti því fyrir sér hvers vegna hún væri að þessu

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing