Auglýsing

Vigdís segir pistil Páls ekki átt að „leka“ til fjölmiðla, pistillinn var birtur á Facebook

Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, segir að nýr pistill Pals Matthíassonar, forstjóra Landspítalans, hafi verið notaður til innanhússbrúks hjá Landspítalanum og hafi ekki átt að leka til fjölmiðla. Umræddur pistill var birtur á vef Landspítalans og dreift á Facebook-síðu spítalans. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Páll segir í pistlinum að forysta fjárlaganefndar Alþingis hafi sýnt stöðu spítalans skilningsleysi á fundi sem hann átti með nefndinni á föstudag. Á fundinum  veitti Páll upplýsingar um áhyggjur sínar og mat á stöðu mála. Hann segir að skilningsleysið hafi valdið honum vonbrigðum.

Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, segist á vef RÚV ekki ætla að fara munnhöggvast við forstjóra Landspítalans.

Þetta er bara hans upplifun af fundinum. Ég hugsa að þessi pistill hafi verið notaður til innanhússbrúks hjá Landspítalanum og kannski ekki ætlað að hann myndi leka eitthvað til fjölmiðla. En þetta er bara staðan og ég fyrirgef honum það alveg því að við þurfum að standa fast í lappirnar í fjárlaganefnd þegar komið er fram á þennan árstíma.

Hér má sjá pistilinn á Facebook-síðu Landspítalans.

http://www.landspitali.is/um-landspitala/frettir-og-vidburdir/frett/2015/11/27/Forstjorapistill-Kalla-eftir-raunhaefum-aaetlunum-/

Posted by Landspítali on 27. nóvember 2015

 

Vigdís segir á vef RÚV að forstjórinn verði að átta sig á því að ýmsar hliðarákvarðanir séu til grundvallar fjárlagafrumvarpinu nú og nefnir sem dæmi 800 milljónir til að stytta biðlista, verið sé að greiða inn á samning sem gerður var til að útrýma lifrabólgu C og tækjakaupaáætlunin standi.

„Þannig að nú er verið að bæta í þessi hliðarverkefni og auk þess hefur heilbrigðisráðherra talað fyrir því að heilsugæslan eigi að vera í forgrunni til að létta til dæmis á bráðadeilum spítalans. Þetta er hans skoðun en við stöndum fast á fjárlagafrumvarpinu og þeim samningum sem heilbrigðisráðherra gerði við Landspítalann um forsendur,“ segir hún.

Hún segir því ekki koma til greina að spítalinn fái eitthvað umfram þá 50 milljarða sem gert er ráð fyrir á fjárlagafrumvarpi næsta árs.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing