Við þekkjum flest hvernig er að fá skilaboð frá ókunnugum á Facebook. Skoðið bara „message request“-möppuna. Það leynast eflaust einhver skilaboð frá manneskju sem þið hafi aldrei hitt.
Vigdís Diljá fékk á dögunum skilaboð frá ókunnugum manni í fjarlægu landi og ákvað að prófa að vitna í lagið Hello með Adele í svörum sínum. Margir hafa gert það sama á internetinu undanfarna mánuði með sprenghlægilegum afleiðingum.
Hún gaf okkur leyfi til að birta samskiptin.
Okkar maður var reyndar kurteis, sem er því miður ekki sjálfgefið í samskiptum fólks á internetinu
Þegar Vigdís komst lengra inn í lagið fóru að renna tvær grímur á okkar mann og honum fannst hlutirnir ganga aðeins of hratt fyrir sig
„Þú ert að misskilja!“
Hann var svo byrjaður að ókyrrast verulega þegar hún upplýsti að hún væri stödd í Kaliforníu að hugsa um hvað þau voru
????????????
Hann ætlar samt ekki að gefast upp á henni…
Nú er okkar maður búinn að fá nóg. Hann vill augljóslega vita hvað gengur hér á því hann ákveður að hringja í Vigdísi
En hún svaraði ekki og þarna lauk samskiptunum…
Hello…