Víkingaklappið, sem íslenskir stuðningsmenn gerðu ódauðlegt á EM og vakti heimsathygli, er nú orðið að emoji-tákni.
Eitt það helsta sem útlendingar tengja við íslenska karlalandsliðið í fótbolta er Víkingaklappið eða HÚH-ið sem er nánast orðið einkennismerki íslenska landsliðsins og stuðningsmanna þeirra. Það var því löngu orðið tímabært að gera það ódauðlegt í netheimum.
Twitter síða KSÍ kynnti táknið, sem er víkingur með hendurnar upp í loftinu tilbúinn að gera HÚH-ið, í dag í niðurtalningu fyrir fyrsta leik Íslands á HM.
Táknið fæst með því að skrifa #vikingclap á Twitter
4⃣ days until we play ?? at the @FIFAWorldCup
? Let us introduce our newest addition.
? We give you, the Viking Clap emoji.#vikingclap#fyririsland pic.twitter.com/orsVsahK14
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 12, 2018