Vilborg Arna Gissurardóttir segir að síðustu sólarhringar hafi verið þeir mögnuðustu og erfiðustu sem hún hefur upplifað. Hún segir að það hafi verið ólýsanlegt að standa á toppi veraldar og horfa yfir heiminn. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu hennar
Vilborg komst loksins á topp Everest um helgina eftir að hafa tvisvar sinnum áður reynt að komast á toppinn. Árið 2013 var hún í grunnbúðunum þegar snjóðflóð féll og sextán manns létust. Árið 2015 var hún einnig komin í grunnubúðirnar þegar mannskæður jarðskjálfti stöðvaði för hennar.
Hún dvelur nú í grunnbúðum fjallsins og segist enn vera að meðtaka þetta allt saman.