Auglýsing

Vilborg Arna tók Gísla á Uppsölum með á topp Everest: „Nú höfum við ferðast saman um heiminn“

Vilborg Arna Gissurardóttir tók bók með ljóðum Gísla á Uppsölum með sér upp á topp Everest í síðasta mánuði. Áður hafði hún tekið bókina með sér á Suðurpólinn og hæsta fjall í hverri heimsálfu. Þetta kemur fram á Instagram. 

„Hann hét Gísli og var bóndi á Vestfjörðum og sumir gætu sagt að hann hafi verið sérvitringur. Ég held að hann hafi ekki fengið sömu tækifæri og önnur börn af hans kynslóð í æsku en hin börnin gerðu líka grín af honum vegna þess að hann talaði ekki eins og aðrir,“ segir í færslu Vilborgar.

Með tímanum einangraðist hann og varð ekki lengur hluti af samfélaginu á svæðinu. Hann fór aldrei úr dalnum sínum.

„Eftir að Gísli féll frá fundust ljóð og sögur sem hann hafði skrifað í gegnum árin. Efnið var fullt af sársauka og einmanaleika. Hann dreymdi um að fá að taka þátt, mennta sig og ferðast,“ skrifar Vilborg og er það síðastnefnda ástæða þess að hún hefur tekið bókina með sér um allan heim.

„Nú höfum við ferðast saman um heiminn og jafnvel notið útsýnisins frá hæsta toppi veraldar,“ skrifar Vilborg.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing