Auglýsing

Vilhelm greindi umræðuna um dömubindin og smokkana: „Karlar þurfa ekki smokka, konur þurfa dömubindi“

Vilhelm Neto hefur sett saman stutt myndband þar sem hann fer yfir  umræðuna sem skapaðist eftir að Sambíóin sögðu frá því í vikunni að nú væri hægt að fá ókeypis dömubindi á salernum í öllum kvikmyndahúsum þeirra hefur vakið mikla athygli. Sjáðu myndbandið neðst í fréttinni. 

Þar kemst hann að eftirfarandi niðurstöðu:

Karlar þurfa ekki smokka.
Konur þurfa dömubindi.

Sambíóin sögðu frá dömubindunum á Facebook og tóku flestir vel í þessa nýjung. Eðlilega. Það er miklu betra að þurfa ekki sitja ekki blóðpolli í bíói þegar kona byrjar óvænt á túr, nú eða ef kona gleymdi að taka með sér auka dömubindi.

Ekki voru þó allir ánægðir með ákvörðun Sambíóanna og furðuðu sig á því að fólk fengi ekki ókeypis smokka í bíó, í ljósi þess að konur fengju nú dömubindi sér að kostnaðarlausu. Einhver hafði áhyggjur af því að hann væri í rauninni að borga kostnaðinn við dömubindin í gegnum miðaverðið. Þetta kom fram í umræðu á Facebook-síðu Sambíóanna.

Vilhelm velti málinu fyrir sér og komst síðan að niðurstöðu…

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing