Leiklistarneminn og sprelligosinn Vilhelm Neto er stórskemmtilegur á samfélagsmiðlum. Í gær birti hann myndband þar sem bregst við nýjasta sketsinum frá samfélagsmiðlahópnum Áttunni.
Áttan auglýsti í gær nýjan Áttuborgara á Hamborgarafabrikkunni með skets sem hefur fengið misjöfn viðbrögð. Vilhelm Neto er einn af þeim sem tengdu ekki alveg við sketsinn en hann birti myndband af viðbrögðum sínum á Twitter í gær.
Sjá einnig: Sprelligosinn Vilhelm Neto túlkar íslenskar úthverfamömmur á stórkostlegan hátt
Drottinn er minn hirðir,
mig mun ekkert bresta. pic.twitter.com/7eNTpV8HZE— Vilhelm Neto (@VilhelmNeto) August 6, 2018
Viðbrögðin við myndbandi Vilhelms hafa verið góð en einn Twitter notandi segir: „Ég elska það að þú náðir að gera hræðilegan sketch að actually fyndnu dæmi. Það er hæfileiki. Þú ert einstakur.”
Vilhelm hefur slegið í gegn með stuttum myndböndum á samfélagsmiðlum. Hann opnaði á dögunum Instagram aðgang þar sem öll myndböndin hans verða aðgengileg.