Sjónvarpsserían Maniac var frumsýnd á Netflix 21. september síðastliðinn og hafa þættirnir sem stórleikarnir Jonah Hill og Emma Stone leika í slegið rækilega í gegn. Líkt og við fjölluðum um hér á Nútímanum um daginn hefur sérkennileg Íslandstenging í þáttunum vakið talsverða athygli en í einu atriði talar Jonah Hill ansi bjagaða íslensku.
Ef þú átt eftir að horfa á þættina, ætlar að horfa seinna og vilt ekkert vita skaltu ekki horfa á myndbandið hér fyrir neðan og hætta að lesa.
Sjá einnig:Sjáðu stórkostlegt myndband af Jonah Hill tala „íslensku“: „Eki verra skræffa, skal!“
Leiklistarneminn og grínistinn Vilhelm Neto nýtti tækifærið og bjó til stórskemmtilegt myndband ásamt Júlíönu Kristínu.
Sjáðu myndbandið:
Íslenskan í Maniac@julianaliborius pic.twitter.com/sHP1PbVjC2
— Vilhelm Neto (@VilhelmNeto) September 25, 2018
Sjá einnig: Vilhelm Neto túlkar íslenskar bíómyndir fullkomlega í drepfyndnu myndbandi
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem að Vilhelm gerir grín að íslensku sem birst hefur í vinsælum sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Á dögunum birti hann svipað myndband þegar Aquaman reyndi við íslenskuna.
Aquaman að tala íslensku er svona ég eftir 27 bjóra. pic.twitter.com/tnfU1pXvcJ
— Vilhelm Neto (@VilhelmNeto) June 8, 2018