Leikarinn og grínisinn Vilhelm Neto hefur slegið í gegn á samfélagsmiðlum fyrir drepfyndna sketsa. Í nýjasta sketsinum túlkar hann samskipti Íslendinga við ameríska túrista hér á landi og hittir naglann á höfuðið líkt og svo oft áður.
Sjá einnig: Sprenghlægileg umfjöllun Villa Neto um Laugaveg slær í gegn: „Fyndnasti maður Íslands, fyrr og síðar“
Það er nóg að gera hjá Vilhelm þessa dagana en á morgun fer hann af stað með hlaðvarp á RÚV núll ásamt því að hann sýndi á dögunum lokaverkefnið sitt í leiklistarnámi í Kaupmannahöfn.
Hann finnur samt sem áður tíma til þess að skemmta aðdáendum sínum. Sjáðu myndbandið.