Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, fundaði í síðustu viku með Rick Smith, framkvæmdastjóra Taser til þess að ræða upptöku rafbyssna hjá lögreglunni hér á landi. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.
Í Morgunblaðinu kemur einnig fram að Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafi hitt Rick Smith á fundi. Hann segist vera að vinna að málinu innan stjórnkerfisins.
Vilhjálmur segir í Morgunblaðinu rök fyrir upptöku rafbyssna þríþætt.
Að auka öryggi lögreglumanna og þeirra sem þarf að hafa afskipti af. Í annan stað að lækka sjúkra- og veikindakostnað hjá Sjúkratryggingum. Í þriðja lagi er þetta mikilvægt tæki til að auka möguleika kvenna í starfi til þess að beita valdi.
Snorri segir í samtali við Morgunblaðið skotvopn of stórt stökk sé milli kylfa og piparúða annars vegar og skotvopna hins vegar.
„Því teljum við mikilvægt í valdbeitingarstiganum að fá tæki sem getur valdið mun minni líkamlegum skaða á einstaklingum,“ segir hann.