Auglýsing

Vilja að Sigmundur Davíð leiði lista Framsóknar og flugvallarvina á næsta ári

Áhrifafólk innan Framsóknarflokkins hvetur Sigmund Davíð Gunnlaugsson, þingmann flokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, til að leiða lista Framsóknar og flugvallarvina í sveitarstjórnarkosninunum í maí á næsta ári. Þetta staðfestir Sigmundur Davíð í samtali við Fréttablaðið.

Sigmundur Davíð er ásamt eiginkonu sinni með skráð lögheimili á bænum Hrafnabjörgum III í Jökulaárhlíð á Fljótsdalshéraði og er því þingmaður í Norðausturkjördæmi. Hann hefur samt sem áður búið ásamt fjölskyldu sinni á höfuðborgarsvæðinu síðustu ár.

Hann segir í samtali við Fréttablaðið að það sé ekkert launungarmál að málefni sveitarfélaganna og skipulagsmál skipi stóran sess í huga hans. Þau séu líka nátengd landsmálunum og það sé fjölmargt annað á sviði landsmálanna sem honum finnist mikil þörf á og tækifæri til að bæta.

Sigmundur Davíð segir að hann hafi skyldum að gegna í sínu kjördæmi og líki þingmennskan vel. Hann geri því ráð fyri rað halda sig við landsmálin.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing