Auglýsing

Vilja afnema hælisleitendakerfið og gefa konum frí eftir tíðarhring þeirra – MYNDBAND

„Stefna Miðflokksins er svona miðstefna. Þetta er að mínu mati hálfgert hálfkák sem þeir eru að fara að gera. Það er ekki rétt að degja að við séum með sömu stefnu. Við viljum fara alla leið með þetta. Þeir vilja fara svona hálfa leið. Til dæmis vilja þeir ekki afnema hæiiskerfið, við viljum afnema hæliskerfið. Hæliskerfið er semsagt þetta kerfi sem er ofan á kvótaflóttamannakerfinu. Við erum búin að skrifa undir samning að taka við ákveðnum kvóta af flóttamönnum,“ segir Ívar Orri Ómarsson sem er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni á hlaðvarpsveitunni Brotkast. Hann er í framboði fyrir Lýðræðisflokkinn sem hann lýsir sem flokki hægra megin við Miðflokkinn.

Flokkurinn vill sjá meira aðhald í ríkisrekstri og mikinn niðurskurð í stofnunum ríkisins. Ívar segir flokkinn standa fyrir aukið beint lýðræði og vill að þjóðin fái að ákveða meira í þjóðaratkvæðagreiðslum. Þá segir hann Lýðræðisflokkinn vilja sjá hælisleitendakerfið afnumið og að ríkið taki þá eingöngu við þeim kvótaflóttamönnum sem það hefur skuldbundið sig til að taka á móti.

„Já, þið segið nokkuð. Þá er hælisleitendakerfið sem slíkt bara tekið af og það fengi enginn að koma hingað nema hann hefði fengið það samþykkt utanfrá,“ segir Frosti.

„Vegabréfsáritun í fyrsta lagi. Kvótaflóttamannakerfið er bara þannig að við eigum að taka við eins mikið af flóttamönnum og við getum – það er ekki bara opið fyrir alla,“ segir Ívar Orri áður en samtalið berst að tíðahring kvenna.

„Við eigum að passa upp á stelpurnar okkar“

„Við erum með mjög stuttan tíðarhring ef við getum sagt það, hormónahring – 24 klukkustundir. Við fáum bara testósterón-skammtinn okkar frekar stöðugan – erum í miklu meira andlegra jafnvægi. Konur eru með tíðarhring sem er circa mánuður og þær fá mismunandi hormóna á mismunandi tímum tíðarhringsins þannig að það fer eftir því hvar þær eru staddar í tíðarhringnum hvernig þær eru stemmdar andlega. Eins og á Spáni þá fá konur frí eða geta valið sér frídaga út frá tíðahringnum vegna þess að það er búið að viðurkenna það að það er álag á þeim á ákveðnum stundum.“

„Pældu í því Ívar að fyrir mörgum árum síðan á Íslandi þá var þetta alveg viðurkennt. Að það væri einhver tími sem konan væri ekki alveg upp á sitt besta í mánuðinum en núna má ekki segja þetta,“ segir Frosti en Ívar Orri bendir þá á að „við eigum að passa upp á stelpurnar okkar.“

„Já, mér finnst að við eigum að passa upp á stelpurnar okkar og gefa þeim þá bara frí og svigrúm til að vera konur. Þetta snýst ekkert um hver er betri og hver er verri eða neitt svoleiðis. Við erum öll frábær á okkar eigin hátt en við þurfum að einbeita okkur að styrkleikum okkar og gera hvað við erum best í.“

Hér er stutt myndskeið úr viðtalinu við Ívar Orra sem býður sig fram fyrir Lýðræðisflokkinn. Hægt er að horfa á það og hlusta í fullri lengd með áskrift að Brotkast.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing