Auglýsing

Vilja bæta níu Dominos-stöðum við á Íslandi, telja markaðinn bera þrjátíu staði

Stjórnendur Dominos í Bretlandi telja að fjölga megi pítustöðum keðjunnar hér á landi um níu og verði þeir þá þrjátíu. Salan jókst um um 16% í fyrra og stendur til að opna tvo nýja staði á þessu ári.

Þetta kemur í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.

Breska fyrirtækið, eða Dominos Pizza Group (DPG), munu að öllum líkindum eignast ráðandi hlut í Dominos á Íslandi á næstunni. Það keypti sig inn í reksturinn hér á landi, í Svíþjóð og í Noregi í fyrra.

DPG og Dominos á Íslandi ætla sér stóra hluti í Noregi en í fyrra keyptu fyrirtækin keðjuna Dollý Dimples þar í landi. Keðjan stendur saman af 42 veitingastöðum en um fimmtán þeirra verður breytt í Dominos-staði. Þá verða fjórir til sex nýjir Dominos-staðir opnaðir á þessu ár þar að auki.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing