Auglýsing

Vilja bjóða Arnþrúði og Pétri til Jórdaníu, ferðin leiði vonandi til upplýstrar umræðu á Útvarpi Sögu

Starfsfólki Kilroy Iceland hefur sárnað mjög hvernig umræðan hefur verið á Útvarpi sögu að undanförnu og finnst illa vegið að öðrum framandi menningarheimum.

Það skorar á Arnþrúði Karlsdóttur útvarpsstjóra og Pétur Gunnlaugsson útvarpsmann að þiggja boð fyrirtækisins um að heimsækja Jórdaníu.

Þetta kemur fram á Facebook-síðu Kilroy Iceland.

Starfsfólkið skorar þá þau að „upplifa öll þau stórkostlegu menningarundur“ sem er að finna í Jórdaníu.

„Við bjóðum ykkur flug, gistingu og magnaða ævintýraferð með jórdönskum leiðsögumönnum. Ferðin hefst og endar í Amman, höfuðborg Jórdaníu, en meðal annars verður gist nokkrar nætur í eyðimörkinni.“

Starfsfólkið telur þetta vera einstakt tækifyrir fyrir Arnþrúði og Pétur til að víkka sjóndeildarhringinn, kynnast arabískri menningu og smakka á öllum þeim fjölbreyttu réttum sem þar eru í boði.

„Í kjölfarið vonum við að þessi ferð geti haft jákvæð áhrif og leiði til upplýstari umræðu á Útvarpi Sögu eftir að þáttastjórnendur hafa upplifað þennan menningarheim með eigin skilningarvitum,“ segir í bréfinu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing