Hópur fólks sem býr í miðbæ Reykjavíkur vill fá World Class-líkamsræktarstöð í miðbæinn og hefur stofnað Facebook-síðu til að vekja athygli á málstaðnum.
Tilgangur síðunnar er að vekja athygli á hinni stórgóðu hugmynd að fá World Class til að opna líkamsræktarstöð í miðbænum. Frábært húsnæði væri gamla 17 húsið á Laugavegi. Húsið hefur staðið autt í þónokkurn tíma. Fáar búðir virðast geta plummað sig í því og áður en brjáluð lundabúð eða hótel sprettur þar upp er kjörið að snarbreyta innvolsi hússins og opna eins og eina stórbrotna líkamsræktarstöð. Engin almenn líkamsræktarstöð er í miðbænum og er því sár vöntun þar á.
Hópurinn birtir þessa mynd málstað sínum til stuðnings sem sýnir stórt svæði þar sem enga World Class-stöð er að finna.
133 styðja málstaðinn með því að líka við síðuna en aðeins tveir klukkutímar eru síðan hún kom í loftið.