Leikarinn Frank Sivero hefur kært sjónvarpsstöðina Fox og krefst 250 milljón dala, um 30 milljarða íslenskra króna í skaðabætur. Og ástæðan? Sivero segir að persónan Mafia Louie, úr Simpsons-fjölskyldunni, sé byggð á sér og innblásin af Frankie Carbone, sem hann lék í kvikmyndinni Goodfellas.
Sivero lék einnig mafíósa í kvikmyndinni Godfather Part II. Hann segist hafa búið í sama fjölbýlishúsi og nokkrir handritshöfundar Simpsons-fjölskyldunnar árið 1989 og að þeir hafi stolið persónunni, sem hann var að þróa á þeim tíma.
Í kærunni kemur meðal annars fram að James L. Brooks, einn af framleiðendum Simpsons, hafi vitað að Mafia Louie hafi verið byggður á Sivero og að Louie sé afar líkur Sivero í hegðun og atferli.
Nánar um málið á vef Deadline.
Fylgdu Nútímanum á Facebook og þú missir ekki af einni einustu frétt.