Auglýsing

Vill framleiða gamla Brennivínið í Bandaríkjunum

„Fyrir nokkrum vikum smakkaði ég 50 ára gamalt beiskt Brennivín. Það var magnað. Markmið mitt er að byrja framleiða það ásamt fleiri gömlum uppskriftum í Bandaríkjunum,“ segir Joe Spiegel, hjá fyrirtækinu Brennivin America.

6.600 lítrar af íslensku Brennivíni voru fluttir til Bandaríkjanna í mars og Spiegel vonast til að flytja inn meira á næsta ári. Ástæðan fyrir því að Spiegel og félagar flytja Brennivínið inn er einlægur áhugi á þessum görótta drykk.

„Áður fyrr þurfti fólk eins og ég, sem elskar Brennivín, að flytja það inn í farangri. Það var frekar óhentug. Þetta fyrirkomulag er betra. Og löglegt,“ segir Joe Spiegel. Brennivín er fáanlegt í Los Angeles, San Francisco, Seattle, Washington DC, New York og verður fáanlegt í Boston síðar í haust. Um viðtökur Bandaríkjamanna segir Spiegel að kúmen sé nýtt drykkjarbragð fyrir flesta Bandaríkjamenn. „Þeir hafa ekki upplifað það áður. En fyrir ævintýragjarna drykkjumenn, eins og fólkið á markaðnum í Jackson Hole í Wyoming, þá er Brennivín frábært hráefni í kokteila. Eða í skotglös fyrir þá hugrökku. Ég segi fólki að Brennivín sé á bragðið eins og það ímyndar sér að rúgvískí smakkist. Það er reyndar frábært að blanda Manhattan eða Old Fashioned úr rúgviskí og Brennivíni.“

Skemmtilegast er að fylgjast með Bandaríkjamönnum sem hafa heyrt um Brennivín frá vinum, kvikmyndum eða tónlist taka fyrsta sopann. Bragðið kemur nánast öllum skemmtilega á óvart. Við mælum að sjálfsögðu með því að fólk drekki Brennivín ískalt.

Tónlistarmaðurinn Dave Grohl sést reglulega í Brennivínsbol og hefur birt myndir af Brennivíni á Instagram-síðu sinni. Það liggur því beinast við að spyrja Spiegel hvort hann útvegi Grohl búsinu.

„Ég veit ekki hvar Dave Grohl fær Brennivínið sitt en hann getur fundið það í vínbúðum K&L í Hollywood eða í verslunum Capco og Wine World & Spirits í Seattle. Hann fékk reyndar nokkra frábæra boli með nýja merkinu fyrir nokkrum mánuðum.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing