Sigurjón Jónsson, varabæjarfulltrúi Framsóknar í Kópavegi, óskar eftir að vita hversu marga miða Kópavogsbær, og starfsmenn hans, fengu á tónleika stórstjörnunnar Justins Timberlake á sunnudag. Þó óskar hann eftir að vita hver fékk miðana og vill fá að vita hverjar tekjur bæjarins voru af tónleikum.
Loks spyr hann:
Telur þú að það samræmist siðareglum kjörna fulltrúa og stjórnenda bæjarins að þiggja slíkar gjafir frá viðskiptamanni Kópavogsbæjar?
Sigurjón spyr einnig hvort bæjarfélagið hafi þurft að leggja út einhvern kostnað vegna tónleikanna, sem voru gríðarlega umfangsmiklir. 17 þúsund manns mættu og þurfti að gera ýmsar ráðstafanir til að koma fólki á staðinn og heim.
Allt gekk afar vel fyrir sig og Ísleifur B. Þórhallsson hjá Senu er gríðarlega ánægður með Kórinn sem tónleikahöll.