Vinir landsliðsmarkmannsins Hannesar Þórs Halldórssonar komu óvænt í heimsókn til hans á föstudag. Tilgangurinn með heimsókninni var að steggja Hannes en hann er trúlofaður Höllu Jónsdóttur, barnsmóður sinni.
Hannes býr í Danmörku þar sem hann spilar með Randers í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Vinir Hannesar tóku yfir Instagram-aðgang markmannsins og birtu meðal annars þessa mynd hér, sem fékk aðdáendur hans til að klóra sér í hausnum.
https://www.instagram.com/p/Bb7Vov-ggE9/?taken-by=hanneshalldorsson
Hannes er með 23 þúsund fylgjendur á Instagram og rúmlega 1.700 manns hafa líkað við myndina sem var tekin fyrir mörgum árum. „Það er hægt að ná lángt með ellju og dugnaði,“ er skrifað við myndina en ljóst er að stafsetningarvillurnar eru hluti af gríninu.
Hannes birti svo þessa mynd af vinahópnum á sunnudag þar sem hann útskýrði grínið
„Þessir yndislegu strákar mættu óvænt til Danmerkur til að steggja mig á föstudag. Helgin var frábær fyrir utan þegar þessir bjánar tóku yfir Instagram og Facebook og birti mjög vandræðlega myndir. Takk fyrir mig, drengir.“