Auglýsing

Vinir Hannesar mættu sem „full klæddir bjálfar“ á völlinn og studdu sinn mann

Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson á greinilega trygga aðdáendur sem styðja hann í gegnum súrt og sætt. Þrátt fyrir að Hannes væri ekki í leikmannahóp Qarabag sem mætti Arsenal í gærkvöldi mátti sjá stóran hóp manna klædda eins og Hannes í stúkunni. Sjáðu myndir af þeim félögum hér að neðan.

Meðal þeirra sem voru mættir á völlinn í gær var grínistinn Sólmundur Hólm en útbúnaður þeirra félaga hefur vakið töluverða athygli á samfélagsmiðlum.

Ljósmyndarinn Baldur Kristjánsson birti myndir af þeim félögum á Twitter þar sem skrifaði: „Full kit wanker nation veitir sínum mönnum stuðning gegnum súrt og sætt,“ en það að vera „Full kit wanker“ mætti hugsanlega þýða sem „Full klæddur bjálfi“

Geggjaðir!

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing