Nýtt æði hefur gripið um sig hjá Íslendingum á Twitter. Þar segja notendur sögur úr „bröns” sem vina- og vinkonuhópar áttu um helgina.
Það var Kristín Sólveig Kormáksdóttir sem byrjaði þetta allt saman þegar hún sagði frá því þegar hún hitti vinkonur sínar í bröns um síðustu helgi. Þar sagði hún frá því hvað væri að frétta úr lífi vinkvenna sinna sem höfðu allar stór tíðindi að segja frá. Þegar kom að henni var ekki alveg jafn mikið að frétta.
„Kötturinn minn kom heim með fugl nr.18 í gær,” skrifaði Kristín.
Vinkonubröns áðan:
V1: Komst inní master í London
V2: Ófrísk, trúlofuð og keypti sér íbúð í gær
V3: Gifta sig á næsta ári
V4: Ófrísk
V5: Komst inní master í Hollandi
V6: Komst inní master í LondonHringurinn endaði á mér..
Ég: Kötturinn minn kom heim með fugl nr.18 í gær ☺️
— Kristín Kormáks (@krizzasol) July 14, 2018
Tíst Kristínar vakti mikla athygli en þegar þetta er skrifað hafa 423 kunnað að meta það. Kristín segir í samtali við Nútímann að hún hafi ekki búist við þessum viðbrögðum.
„Þetta var bara pjúra einlægni um það hvað ég virðist vera með mikið niðrum mig miðað við vinkonur mínar.”
Kristín segist hafa tekið sér símapásu daginn eftir að hún tísti þetta en þegar að hún kíkti á símann í morgun hafi beðið hennar skilaboð frá vinkonu hennar sem benti henni á að kíkja hvað væri í gangi á Twitter.
„Ég kíkti og þá flæddi allt af bröns tístum sem er búið að vera ansi fyndið að lesa yfir,” segir Kristín.
Hér að neðan má sjá brot af þessum tístum sem er, líkt og Kristín segir, ansi fyndið að lesa yfir
Hitti strákana í bröns um helgina:
Vinur 1: Var að eignast barn og klára háskólanám.
Vinur 2: Á von á barni og að klára háskólanám.
Vinur 3: Að fara gifta sig í vetur
Ég: Með lús, missti vinnuna og á leiðinni í fangelsi fyrir fjárdrátt, á einnig tvö börn sem ég tala ekki við ?— Gissari (@GissurAri) July 16, 2018
Hitti félagana í bröns um helgina:
Vinur 1: Nýútskrifaður með master í verkfræði.
Vinur 2: Er að fara að gifta sig næstu helgi.
Vinur 3: Var að eignast sitt fyrsta barn.
Ég: Nýbúinn að selja sál mína guðum myrkursins og hinni skríðandi ringulreið Nyarlathotep.— Þorvaldur S. Helgason (@dullurass) July 16, 2018
Fór að hitta vini mína í bröns um helgina.
Vinur 1: tapaði aleigunni í fjárhættuspili.
Vinur 2: greindist nýlega með krabbamein.
Vinur 3: náði ekki að segja neitt. Var of fullur.Ég: að klára seinni doktorsgráðu mína og á forsíðu Forbes sem laglegasti ungi milljarðamæringurinn.
— Snæbjörn? (@artybjorn) July 17, 2018
Hitti vinkonurnar í bröns um helgina. Fékk mér cappuccino og beyglu með klettasalati og borgaði 3.900kr
— Styrmir Elí (@StyrmirEli) July 16, 2018
Hitti vinkonurnar í bröns um helgina
Vinkona 1: Fótgönguliði
Vinkona 2: Riddaraliði
Vinkona 3: Stórskotaliði
Vinkona 4: Er í flughernaði
Ég: Hermaður Krists— Pétur M. Urbancic (@PeturMarteinn) July 16, 2018
Hitti vinkonurnar í bröns um helgina.
Vinkona 1: What the hell hvar er tussan?
Vinkona 2: Bíó
Vinkona 3: Hvaða bíó?
Ég: Smára— gunnare (@gunnare) July 17, 2018
Hitti vinkonurnar í bröns um helgina
Vinkona 1: Hver ert þú og af hverju siturðu hérna?
Vinkona 2: Og af hverju ertu allur blóðugur?
Vinkona 3: Okei ég er að hringja á lögregluna
Ég: Hahaha þið eruð alltaf jafn flippaðar— Hrafnkell (@hrafnkellasg) July 16, 2018
Hitti vinkonurnar í bröns um helgina
Vinkona 1: Var að klára master og strax ráðinn
Vinkona 2: Barn þrjú á leiðinni
Vinkona 3: Er með berkla
Ég: Mjög leið að hún sé með berkla— Steiney Skúladóttir (@steiney_skula) July 16, 2018
Hitti vinkonurnar í bröns um helgina
Vinkona 1: algjör luzer
Vinkona 2: focking luzer
Vinkona 3: mesti luzer sem ég þekki
Ég: frábær móðir í skemmtilegum vinnum að kaupa mína þriðju fasteign og lifi í sátt og samlyndi við dýr og menn— Berglind Festival (@ergblind) July 16, 2018
Hitti vinkonurnar í bröns.
Vinkona 1: Heyrðu veistu hvað?
Vinkona 2: ?
Vinkona 1: Ég fór bara þúst…
Vinkona 2: …
Vinkona 1: Og hann bara "Naujjh" og ég bara "jú" og hún bara "Hlauptu!" og ég bara "nei"
Vinkona 2: ???
Vinkona 1: Og svo bara "jú"
Ég: ?— Sigurður Þór (@skurdur) July 16, 2018
Hitti félagana í bröns um helgina:
Vinur 1: Mætti ekki
Vinur 2: Mætti ekki
Vinur 3: Mætti ekkiÉg: Át fyrir 4
— Kristján R. Sigurðsson (@KristjanSigurd1) July 16, 2018
Ætlaði að hitta vinkonunar í brunch en þær bailuðu á mér af því að ég nota aldrei svitalyktareyði
— Siffi (@SiffiG) July 16, 2018
Hitti vinkonurnar í bröns um helgina
Vinkona 1: "Varst þú á Þingskálaþingi um haustið?"
Vinkona 2: “Var ég víst”
Vinkona 1 : “Heyrðir þú að Gunnar bauð honum alsætti”
Ég: Enn að hugsa af hverju vinkona 1 er skegglaus— Vilhelm Neto (@VilhelmNeto) July 16, 2018