Auglýsing

Vinna að stofnun á íhaldsflokki sem byggir á kristnum gildum

Hópur manna vinnur nú að stofnun á nýju hægrisinnuð og íhaldssömu stjórnmálaafli á Íslandi. Íslensk þjóðmenning og kristileg gildi eru í hávegum höfð við stofnun flokksins sem hefur fengið nafnið Íhaldsflokkurinn. Landlaust Sjálfstæðisfólk er boðið sérstaklega velkomið.

Hvergi kemur fram að hvar skráning í flokkinn fer fram en Gústaf Níelsson og Jón Valur Jensson eru á meðal þeirra sem tjá sig inni í hópnum.

Íhaldsflokkurinn vinnur nú að stefnuskrá fyrir opnum tjöldum í hópi á Facebook. Í lýsingu á hópnum er landlaust Sjálfstæðisfólk boðið sérstaklega velkomið og hægt sé að ræða þann kristna grunn sem íslenska samfélagið er byggt á.

Þegar eru komin drög að stefnu Íhaldsflokksins og þar kemur meðal annars fram að Ísland skuli vera sjálfstætt og fullvalda ríki og að frelsi einsaklingsins skuli að fullu tryggt.

Þá kemur fram að íslenska þjóðmenningu skuli vernda og fána lýðveldisins skuli flaggað opinberlega í skólum og stofnunum:

Íslenska þjóðfélagið er byggt á kristnum grunni og því skal ríkið styðja og vernda þjóðkirkju á Íslandi.

Í drögunum að stefnunni kemur einnig fram að Ísland skuli eiga góð samskipti við öll ríki og að efla skuli viðskiptatengsl og stefna að fríverslunarsamningum við lykilþjóðir og nágranna. Þá kemur fram að sjálfstæði Ísraelsríkis og rétt þess til eigin ákvarðanatöku skuli vera stutt.

Efling löggæslu og landamæragæslu, uppsögn á Schengen-samstarfi og upptaka sabærilegrar innflytjendastefnu og Ástralíu er einnig á stefnuskránni.

„Innflytjendur eiga að koma á forsendum Íslands, þeir séu vel menntaðir eða hafi hæfileika sem nýtast Íslandi. Innflytjendur verði skyldaðir til læra íslensku og kynna sér íslenska menningu. Takmarka skal komu flóttamanna eins og kostur er og tryggt að þeir komi ekki sem efnahagsflóttamenn,“ segir í drögunum.

Loks kemur fram að Landsvirkjun skuli vera eign þjóðarinnar rétt eins og sjávarauðlindin.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing