Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Hann segir venjulegt vinnandi fólk löngu búið að missa húmorinn fyrir rétttrúnaðarruglinu sem stóru fjölmiðlarnir bera á borð fyrir okkur og margir stjórnmálamenn elti á röndum. Bergþór telur almenning vilja að stjórnmálin leggi áherslu á raunheimavandamál eins og verðbólgu, vexti, húsnæðismál og orkuskort í stað þess að eyða orku í ókyngreind klósett og loftslagsmál.
Pendúllinn er að „swinga“ til baka
Bergþór segir:
„Venjulegt fólk sem vinnur með höndunum, vaknar snemma og vinnur fullan vinnudag og borgar sína skatta og reynir að halda öllu á floti sé löngu búið að missa húmorinn fyrir þessum woke-áherslum, sem eru svo sterk víða í fjölmiðlum.“
Frosti bætir við: „Stóru fjölmiðlarnir eru allir í þessum rétttrúnaði.“
Bergþór segir þá um hæl: „Já já algjörlega. Mér finnst þetta samt vera að minnka í stjórnmálunum, pendúllinn sé að „swinga“ til baka. Það hefur kannski helst komið á óvart að vinir mínir í Sjálfstæðisflokknum sé einhvernveginn að reyna að elta woke málfræðiruglið. Mér sýnist samt á nýjustu auglýsingunum að það sé verið að reyna að vinda ofan af því.“
Hér er brot úr þættinum
Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/