Vinnie Paul, trommuleikari og meðstofnandi þungarokkhljómsveitarinnar Pantera er látinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pantera á Facebook.
Vinnie var 54 ára gamall og lést á heimili sínu í Las Vegas. Dánarorsök hefur ekki verið gefin upp en aðdáendur Pantera vita að hann fór kannski ekkert sérstaklega vel með sig.
Vinnie Paul stofnaði Pantera ásamt bróður sínum, Dimebag Darrell Abbott, árið 1981. Dimebag var myrtur á sviði með hljómsveitinni Damageplan árið 2004 en bræðurnir stofnuðu einnig þá hljómsveit.
Pantera varð ein stærsta þungarokkhljómsveit heims, gaf út stórkostlegar plötur sem seldust í bílförmum og var fjórum sinnum tilnefnd til Grammy-verðlauna. Hljómsveitin hætti störfum árið 2003 eftir áralangt missætti.
Fjölmargir tónlistarmenn hafa skrifað minningarorð um Vinnie Paul á Twitter í dag
Tragic news about Vinnie Paul today. He was one of the warmest people I knew. A truly good & fun friend. We're going to miss you more than you could possibly have known. RIP buddy. https://t.co/yQqruY4tio
— Slash (@Slash) June 23, 2018
I just woke up in Belgium to the news that my friend Vinnie Paul has passed away. Another metal hero taken too soon. Say hello to Daryl for me. Rest In Peace, my dear friend. @Pantera @hellyeahband #vinniepaul
— Dave Mustaine (@DaveMustaine) June 23, 2018
So sad to hear of the death of Vinnie Paul. Loved when Pantera did shows with us and in later years Vinnie was always front and center at all KISS shows. RIP and condolences to his family. https://t.co/DaQREBNVW7
— Paul Stanley (@PaulStanleyLive) June 23, 2018