Auglýsing

Vinningsmiði í Lottó fyrnist eftir rúma viku, vann 22 milljónir en ekki gefið sig fram

Lottómiði, sem færir eiganda sínum rúmlega 22 og hálfa milljón, fyrnist eftir rúma vikur þar sem vinningsins hefur ekki verið vitjað.

Þetta kemur fram á DV. Þar segir að vinningsmiðinn hafi verið keyptur milli klukkan 16 og 17 föstudaginn 23. október og var um að ræða 10 raða sjálfvalsmiða ásamt jóker. Tölurnar sem upp komu voru 3, 6, 10, 34 og 37.

Íslensk getspá auglýsti af krafti eftir vinningshafanum. Einn steig fram en sú hafði ekki miðann í sinni vörslu.

Samkvæmt heimildum DV var kona ein sannfærð um að hafa keypt vinningsmiðann en síðan glatað honum. Hún hafði samband við Íslenska getspá í örvæntingafullri tilraun til þess að vitja vinningsins. Konunni hefur verið neitað um milljónirnar og herma heimildir DV að starfsmönnum þyki saga hennar ekki trúverðug.

Gangi vinningurinn ekki út innan árs rennur upphæðin til eigenda Íslenskrar getspár, Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Ungmennafélags Íslands og Öryrkjabandalags Íslands.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing