Virkir í athugasemdum og ummæli þeirra hafa verið til umfjöllunar í Kastljósi undanfarna daga. Í þætti gærkvöldsins hafði Helga Arnardóttir samband við nokkra sem höfðu skilið eftir ömurleg ummæli á netinu og spurði meðal annars hvort þeir myndu segja það sama ef þeir væru ekki með tölvuna fyrir framan sig.
Einn af þeim, Kristján Friðriksson, vildi alls ekki kannast við ummæli sín og sagði þau ekki koma frá sér. „Það veit ég ekkert hvort ég hafi skrifað,“ sagði hann.
Það stendur hvergi að ég hafi gert það. Ég hef ekki komið nálægt þessu.
Kristján spurði hvort Helga kannaðist við að krakkar væru að senda skilaboð sín á milli í nafni annarra. „Ég hef aldrei skrifað þessari konu nema í kringum ESB og komst að því að þetta er ekki manneskja sem er þess virði að eyða tíma í.“