Auglýsing

Vissu ekki af veikindum Dags þegar bókun vegna fjarveru var lögð fram

Fulltrúar minnihlutans í Reykjavík lögðu fram bókun á borgarráðsfundi síðasta fimmtudag þar sem lýst var yfir óánægju með fjarveru borgarstjóra, Dags B. Eggertssonar, á fundinum vegna sumarleyfa. Eyþór Arnalds segir í samtali við Morgunblaðið í dag að bókunin hefði ekki verið lögð fram ef flokkarnir hefðu vitað af veikindum dags.

Þar kemur fram að fulltrúar minnihlutans í borgarstjórn hafi fyrst frétt af veikindum Dags í Fréttablaðinu á laugardagsmorgun. Þar var greint frá því að Dagur glími við sjaldgæfan gigtarsjúkdóm.

Eyþór Arnalds segir að fréttirnar hafi komið borgarfulltrúum verulega á óvart. „Við ósk­um hon­um að sjálf­sögðu góðs bata og að meðferðin gangi vel,” segir Eyþór.

Dagur segist stefna á að mæta aftur til vinnu eftir sumarleyfi en sé þó ekki viss um hvaða áhrif gigtin hafi á starf hans sem borgarstjóra.

Hér má sjá bókun meirihlutans í heild sinni

„Stjórn­ar­andstaðan tel­ur það óá­sætt­an­legt að borg­ar­stjóri skuli vera fjar­ver­andi vegna sum­ar­leyf­is á síðasta reglu­lega fundi borg­ar­ráðs fyr­ir sum­ar­frí ráðsins. Það er sér­stak­lega ámæl­is­vert í ljósi þeirra al­var­legu mála sem upp hafa komið síðustu daga, sem brýnt er að fjallað sé um áður en borg­ar­ráð fer í sum­ar­frí. Þannig er ekki ásætt­an­legt að borg­ar­stjóri sendi staðgengil fyr­ir sig á fund­inn. Þessi mál sem um ræðir eru eft­ir­far­andi: álit umboðsmanns Alþing­is um viðvar­andi og vax­andi vanda heim­il­is­lausra, dóm­ur Héraðsdóms Reykja­vík­ur sem dæmt hef­ur Reykja­vík­ur­borg til að greiða starfs­manni Ráðhúss Reykja­vík­ur skaðabæt­ur vegna slæmr­ar fram­komu skrif­stofu­stjóra skrif­stofu borg­ar­stjóra og borg­ar­rit­ara og úr­sk­urður kær­u­nefnd­ar jafn­rétt­is­mála vegna brots Reykja­vík­ur­borg­ar gegn lög­um um jafna stöðu og jafn­an rétt kvenna og karla við ráðningu borg­ar­lög­manns í ág­úst árið 2017.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing