Lögregla veit ekki enn á hvaða leið Birna Brjánsdóttir var þegar hún gekk upp Laugaveginn nóttina sem hún var myrt. Ekkert í þeim gögnum sem lögregla skoðaði við rannsókna gat skýrt hvert för hennar var heitið. Ekkert bendir til þess að Birna hafi verið þvinguð upp í rauða Kia Rio-bílaleigubílinn þar sem hún var síðar beitt ofbeldi.
Sjá einnig: Thomas neitaði við þingfestingu málsins að hafa myrt Birnu
Grímur sagði einnig að það flóknasta í rannsókn málsins hafi verið að handtaka grænlensku skipverjana tvo um borð í togaranum Polar Nanoq í efnahagslögsögu annars lands. Þetta er meðal þess sem kom fram í Kastljósi kvöldsins á RÚV en þar var rætt við Grím Grímsson lögreglumann sem stýrði rannsókninni á hvarfi Birnu.
Thomas Moller Olsen segist hvorki hafa myrt Birnu né flutt 23,4 kíló af kannabisefnum til Íslands en héraðssaksóknari hefur ákært hann fyrir bæði brotin. Þetta kom fram við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjaness í vikunni.