Auglýsing

Volkswagen vann ekki heimavinnuna fyrir kjánalega HM auglýsingu þar sem Ísland kemur við sögu

Ísland er hluti af nýrri auglýsingaherferð frá bílaframleiðandanum Volkswagen. Í herferðinni eru Bandaríkjamenn, sem eru ekki með á HM í Rússlandi, hvattir til þess að styðja önnur lönd sem taka þátt á mótinu. Sjáðu myndbandið hér að neðan.

Það hefur greinilega ekki verið lögð mikil rannsóknarvinna í gerð auglýsingarinnar fyrir Ísland. Þar má sjá konu og mann keyra um í Volkswagen bíl og konan biðlar til Bandaríkjamanna að styðja Ísland vegna þess hve fá við erum.

Hún segir að við Íslendingar séum of fá til þess að gera bylgju í stúkunni en eins og við vitum þá þurfum við ekki neina bylgju með okkar fræga Víkingaklapp. Karlmaðurinn sem situr aftast í bílnum með víkingahjálm ber nafnið Sven sem er að sjálfsögðu ekki íslenskt.

Samkvæmt heimildum Nútímans tóku nokkrir Íslendingar þátt í áheyrnarprufum fyrir auglýsinguna en það virðist sem svo að þau hafi ekki fengið náð fyrir augum Volkswagen. Að minnsta kosti er þetta ekki mjög íslenskur hreimur sem heyrist í auglýsingunni.

Horfðu á auglýsinguna hér að neðan

https://youtu.be/XDRO6JNdfPo

Við getum huggað okkur við það að auglýsingarnar fyrir hin löndin eru alveg jafn kjánalegar

https://www.youtube.com/watch?v=eliM6zNIOt8

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing