Afþreyingarrisinn Netflix hefur staðfest það að Will Ferrell muni leika í nýrri kvikmynd um Eurovision söngvakeppnina. Will Ferrell mun einnig aðstoða við gerð á handriti fyrir myndina. Ferrell var staddur í Portúgal í maí þegar söngvakeppnin fór fram og hitti meðal annars Ara Ólafs sem tók þátt fyrir Íslands hönd.
Þetta er í fyrsta skipti sem Netflix og Ferrell starfa saman við gerð nýrrar bíómyndar. Það eina sem er vitað í augnablikinu er að myndin mun byggja á Eurovision söngkeppninni og talið er að myndin muni einfaldlega heita Eurovision.
Sjá einnig: Ari Ólafs hitti Will Ferrell í Portúgal: „Er alveg í skýjunum — hitti idolið mitt!“
Ari Ólafsson hitti Will Ferrell í Lissabon í síðasta mánuði en þar var Ferrell staddur ásamt handritshöfundi frá Netflix. Hann sagðist þá vera mikill aðdáandi keppninnar.