Uppfært kl. 21.27: Í nýju viðtali við Newsweek kemur fram að konur séu velkomnar á ráðstefnuna.
—
„HUH????“
Svona hljóma viðbrögð leikkonunnar Debru Messing á Twitter við ráðstefnu sem Íslendingar halda í samstarfi við Sameinuðu þjóðirnar í New York í janúar.
Á ráðstefnunni verður fjallað um jafnrétti kynjanna og aðeins körlum og drengjum verður boðið. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði frá ráðstefnunni á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í gær.
Ráðstefnan hefur vakið mikla athygli í dag og Debra Messing var ekki sú eina sem benti á frétt um hana á Twitter. Messing er þekktust fyrir hlutverk sitt í þáttunum Will & Grace en hefur einbeitt sér að góðgerðarmálum undanfarið.
Margir af stærstu fjölmiðlum heims hafa fjallað um ráðstefnuna og fjölmargar konur hafa sett spurningarmerki við að konum sé ekki boðið:
Fjölmiðlakonan Diane Harris veit ekki alveg:
Hmm, I dunno. Thoughts? Fm @TIMEWorld: Iceland to run gender equality conference without any women http://t.co/FHLGZ43CYv
— Diane Harris (@dianeharris) September 30, 2014
Breska blaðakonan Suzanne Goldenberg lætur ekki sitt eftir liggja:
How did I miss this? A men-only UN conference on gender equality in Iceland. http://t.co/38sJZwArvk
— Suzanne Goldenberg (@suzyji) September 30, 2014
Kanadíska fréttakonan Teghan Beaudette skilur ekkert í þessu:
This is… a thing. That is happening. „At U.N., Iceland Announces Men-Only Conference On Gender Equality“ http://t.co/PnwmPo6VQO
— Teghan Beaudette (@cbcteghan) September 30, 2014