Auglýsing

Will & Grace-stjarna furðar sig á Gunnari Braga

Uppfært kl. 21.27: Í nýju viðtali við Newsweek kemur fram að konur séu velkomnar á ráðstefnuna.

„HUH????“

Svona hljóma viðbrögð leikkonunnar Debru Messing á Twitter við ráðstefnu sem Íslendingar halda í samstarfi við Sameinuðu þjóðirnar í New York í janúar.

Á ráðstefnunni verður fjallað um jafnrétti kynjanna og aðeins körlum og drengjum verður boðið. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði frá ráðstefnunni á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í gær.

Ráðstefnan hefur vakið mikla athygli í dag og Debra Messing var ekki sú eina sem benti á frétt um hana á Twitter. Messing er þekktust fyrir hlutverk sitt í þáttunum Will & Grace en hefur einbeitt sér að góðgerðarmálum undanfarið.

Margir af stærstu fjölmiðlum heims hafa fjallað um ráðstefnuna og fjölmargar konur hafa sett spurningarmerki við að konum sé ekki boðið:

Fjölmiðlakonan Diane Harris veit ekki alveg:

Breska blaðakonan Suzanne Goldenberg lætur ekki sitt eftir liggja:

Kanadíska fréttakonan Teghan Beaudette skilur ekkert í þessu:

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing