WOW air hefur lokið starfsemi sinni en þetta kemur fram á vef flugfélagsins í dag. Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum að flugfélagið hefur verið að leitast eftir fjármagni síðustu mánuði til þess að halda fyrirtækinu gangandi. Skuldabréfaeigendur höfðu samþykkt það að breyta skuldabréfum sínum í hlutafé en þrátt fyrir það er nú er ljóst að ekki gekk að safna því fjármagni sem þurfti. Fyrirtækið var stofnað árið 2011 af Skúla Mogensen sem er forstjóri og hluthafi fyrirtækisins í dag.
Þannig fór það. Sorglegur endir. pic.twitter.com/50ECPE1lnS
— Konráð S. Guðjónsson (@konradgudjons) March 28, 2019
Líkt og Vísir.is greindi frá fyrr í morgun myndaðist mikil óánægja og ringulreið meðal farþega WOW þegar allt flug á vegum fyrirtækisins var lagt niður. Fjöldi fólks er því fast og fluglaust á hinum ýmsu áfangastöðum WOW air um þessar mundir.
Ég á eftir að sakna WOW. Ferðaðist talsvert með þeim síðustu ár og án vandkvæða. Finn til með starfsmönnum og fjölskyldum þeirra. Þetta er einnig hrikalega sorglegt fyrir neytendur.
— Ingimar H. Finnsson (@ingimarh) March 28, 2019
At Iceland Airport. #wowair have gone into administration. No idea how we'll get home. Feel so sad for all the staff who will lose their jobs. They're still here working, holding their heads high. Must be hard. Anyone furious should think of the lives it will majorly affect!
— Catherine Grey (@CatherineGrey10) March 25, 2019
Ég er á leið út á völl kl. 3:35 um nótt. Keyri framhjá álverinu. Wow senda mér mail um að fluginu okkar til Frankfurt eftir 2 tíma sé aflýst. Fyrsta barnlausa ferðin síðan 2012 ekki að fara að gerast. Þarf að afbóka hótel og ég veit ekki alveg… sparka í eitthvað.
— Nína Richter (@Kisumamma) March 28, 2019