Flugfélagið WOW air hefur látið fjarlægja stóra auglýsingu sem hékk á vegg í World Class í Laugum en hún sýndi Hafþór Júlíus Björnsson halda á tveimur flugfreyjum. Ábending barst fyrirtækinu á Twitter í gær þar sem það var hvatt til að bregðast við og ekki var liðinn sólarhringur þegar auglýsingin hafði verið fjarlægð. Frá þessu er greint á Vísi.
Nokkuð hefur verið fjallað fjallað um Hafþór Júlíus í Fréttablaðinu og á Vísi að undanförnu. Í forsíðuviðtali Fréttablaðsins um helgina ræðir blaðamaðurinn Snærós Sindradóttir við barnsmóður Hafþórs sem lýsti upplifun sinni af framkomu Hafþórs í sinn garð. Í kjölfarið sendi Hafþór frá sér yfirlýsingu.
Hér má sjá ábendinguna sem WOW air barst
WOW air – yfir til þín… pic.twitter.com/QbNz3u7xx9
— Gudni Halldórsson (@GudniKlipp) June 24, 2017
Innan við sólarhring síðar hafði auglýsingin verið fjarlægð og Guðni fékk svar
Takk fyrir ábendinguna Guðni, þetta verður fjarlægt.
— WOW air (@wow_air) June 24, 2017