Auglýsing

Yazan vakinn í nótt og fluttur úr Rjóðrinu: Senda á fjölskylduna heim í dag

Íslensk yf­ir­völd sóttu í nótt Yaz­an Tamimi, ell­efu ára gaml­an dreng frá Palestínu með Duchenne-sjúk­dóm­inn, í Rjóðrið, hjúkr­un­ar- og end­ur­hæf­ing­ar­deild Land­spít­ala fyr­ir lang­veik fötluð börn, þar sem hann lá sof­andi.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins stendur til að flytja drenginn og fjölskyldu hans úr landi á eftir.

Þetta staðfest­ir Al­bert Lúðvígs­son, lögmaður fjöl­skyld­unn­ar, í sam­tali við mbl.is.

Skyndi­mót­mæli á veg­um No Bor­ders-sam­tak­anna eru haf­in á Kefla­vík­ur­flug­velli, þar sem brott­vís­un­inni er mót­mælt. Þá kemur fram í frétt mbl.is að lögmaður fjölskyldunnar hafi frétt af þessu í gegnum réttindagæslumann fatlaðra – starfsfólk Landspítalans hafi látið hann vita en ekki lögreglan eða yfirvöld.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing