Íslensk yfirvöld sóttu í nótt Yazan Tamimi, ellefu ára gamlan dreng frá Palestínu með Duchenne-sjúkdóminn, í Rjóðrið, hjúkrunar- og endurhæfingardeild Landspítala fyrir langveik fötluð börn, þar sem hann lá sofandi.
Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins stendur til að flytja drenginn og fjölskyldu hans úr landi á eftir.
Þetta staðfestir Albert Lúðvígsson, lögmaður fjölskyldunnar, í samtali við mbl.is.
Skyndimótmæli á vegum No Borders-samtakanna eru hafin á Keflavíkurflugvelli, þar sem brottvísuninni er mótmælt. Þá kemur fram í frétt mbl.is að lögmaður fjölskyldunnar hafi frétt af þessu í gegnum réttindagæslumann fatlaðra – starfsfólk Landspítalans hafi látið hann vita en ekki lögreglan eða yfirvöld.