Auglýsing

„Yfirburðasigur Trump mun hafa áhrif á íslensku kosningarnar“

„Ég sagði það á „X-inu“ í síðustu viku eða á miðvikudaginn, að það myndi koma í ljós hvort að einn af sigurvegurum dagsins væri Elon Musk. Ekki bara út af því hvernig hann hefur hagað sínum málflutningi og veðjað á Trump. Hann kynnir sig sem fyrrverandi demókrata sem hafi misst trúna á flokknum og horfir til þess sem Trump vill gera í efnahagsmálum – ekki bara fyrir fyrirtæki heldur líka fyrir almenning,“ segir Björn Ingi Hrafnsson, blaðamaður á Viljanum, er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Í þættinum rýndi Björn Ingi í niðurstöður bandarísku forsetakosninganna og ræddi einnig um stöðuna í komandi alþingiskosningunum.

„Musk trúir því að það sé hægt að auka og stækka kökuna og þá sé meira fyrir alla. Eitthvað sem er áhugavert fyrir okkur að pæla í út af íslensku kosningunum. En hann gekk rosalega langt. Hann gekk svo langt að hann væri ekki í frábærri stöðu ef  þetta hefði ekki farið svona í dag. Hann var búinn að leggja allt undir og það er áhugavert að hann sé tilbúinn til þess en það er svolítið í takt við hans karakter. Hann er bara þannig gaur,“ sagði Björn Ingi en þá kom Frosti með ákveðinn punkt.

Það átti að slaufa honum

„Orðræðan demókratamegin var orðin þannig að þegar að Harris myndi taka við þá væri bara réttast að þjóðnýta fyrirtækin hans Musk og segja upp öllum samningum Bandaríkjastjórnar við hann og bara slaufa honum.“

„Hann hefur í rauninni ekki lotið sömu lögmálum og sum af þessum stóru fyrirtækjum. Þeim til varnar þá eru þau undir miklu eftirliti út af þessari bylgju sem fór hérna yfir að það mætti ekki móðga eða stuða nokkurn mann og það mætti ekkert segja sem orkaði tvímælis eða það væri slæmt að takast á, með og á móti málum. Það, sú tilraun að reyna að dauðhreinsa umræðuna, gerir það bara að verkum að hún fór annað,“ segir Björn Ingi og tekur nokkur dæmi.

„Hún fór á hlaðvörpin og ég finn það sjálfur að meginstraumsumræðan í aðdraganda kosninga núna er ekki á RÚV eins og hefur verið heldur í hlaðvörpum, á samfélagsmiðlum og kannski á Tik Tok og eitthvað slíkt – allstaðar þar sem fólk finnur farveg fyrir skemmtilega umræðu því það er ekkert lögmál að pólítík sé leiðinleg og þurr – það er ekki slæmt að takast á og gera svolítíð gaman.“

Hér fyrir neðan má sjá stutt myndskeið úr viðtali Frosta við Björn Inga. Hægt er að horfa á og hlusta á spjallið í fullri lengd með áskrift að hlaðvarpsveitunni Brotkast – þar er hægt að finna fjölda annarra þátta sem gætu vakið athygli þína!

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing