Auglýsing

Yfirmaður öryggismála hjá Crowdstrike seldi hlutabréf fyrir meira en 200 milljónir rétt fyrir hrunið á föstudag

Fyrirtækið Crowdstrike er mörgum kunnugt en það er eitt fremsta fyrirtæki heims í netöryggismálum og vörnum gegn árásum hakkara.

Það er því ákveðin kaldhæðni að á föstudaginn 19. júlí olli það sem sögð er vera gölluð uppfærsla frá fyrirtækinu tjóni sem er talið meira en nokkrum netþrjóti í sögunni hefur tekist viljandi.

Hægt er að lesa um umfang skaðans í umfjöllun Guardian fyrir áhugasama en uppfærslan var fyrir kerfi sem keyra á Windows stýrikerfinu og hafði óhemju áhrif á samgöngur, verslanir, hótel og margt annað sem olli töluverðum röskunum á daglegu lífi fólks.

Vísir segir einnig frá því að ljóst sé að annað slíkt áfall muni ríða yfir í framtíðinni en miðillinn byggir þá fullyrðingu á viðtali við Magna Sigurðsson sem er fagstjóri yfir atvikum og meðhöndlun hjá CERT-IS.

Mikil viðskipti með hlutabréf

Það sem vakið hefur sérstaka athygli netverja er að nokkrum dögum áður birtist frétt á Investing.com sem segir frá því að Shawn Henry, yfirmaður öryggismála hjá Crowdstrike seldi hlutabréf sín í fyrirtækinu fyrir andvirði rúmlega 200 milljónir króna.

Salan þótti fréttnæm áður en uppfærslan sem olli tjóninu var send frá fyrirtækinu en þykir sérstaklega áhugaverð í dag þegar tekið er tillit til hversu há upphæðin er og hver staða Henry er innan fyrirtækisins og margir sem spyrja hvað hann hafi vitað sem aðrir vissu ekki en hlutabréf fyrirtækisins hafa hrunið í kjölfarið.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing