Auglýsing

Ýmsar aðferðir til að hola hið ritstjórnarlega sjálfstæði að innan

Eigandi sem vill hafa áhrif á ritstjórn fjölmiðils þarf hvorki að láta lagabókstaf né siðareglur stöðva sig,“ skrifar ritstjórinn Ólafur Stephensen í leiðara Fréttablaðsins í dag og virðist beina orðum sínum til eigenda blaðsins.

Mikið gekk á í gær hjá 365, útgáfufélagi Fréttablaðsins. Mikael Torfason var rekinn og samkvæmt heimildum Nútímans sagði Ólafur einnig upp störfum. Allt kemur þetta í kjölfarið á að Kristín Þorsteinsdóttir var í júlí ráðin útgefandi 365. Þá kom fram að útgefandi sé yfirmaður fréttastofu og beri ábyrgð á störfum hennar gagnvart forstjóra, Sævari Frey Þráinssyni. Mikael Torfason aðalritstjóri átti að stýra áfram daglegum rekstri fréttastofu ásamt Ólafi Stephensen ritstjóra. Kristín hefur nú verið ráðin aðalritstjóri 365 og Sigurjón M. Egilsson fréttaritstjóri.

Ólafur virðist tala beint til eigenda Fréttablaðsins í leiðara dagsins:

Það eru ýmsar aðferðir til að hola hið ritstjórnarlega sjálfstæði að innan. Ein getur verið að gera sífelldar athugasemdir við fréttaflutning sem tengist eigendunum og vona að það síist inn hjá stjórnendum ritstjórnarinnar að það sé betra að sleppa slíkri umfjöllun en að styggja eigendurna. Önnur getur verið að gera ekki beinar athugasemdir við umfjöllun sem snýr að eigendunum, heldur skrúfa upp þrýstinginn vegna annarra mála sem snúa að ritstjórninni þannig að stjórnendurnir skilji samhengið. Það getur þurft sterk bein til að þola slíkan þrýsting. Sú þriðja getur svo verið að ráða til stjórnunarstarfa á ritstjórnum fólk sem er nægilega náið og handgengið eigendunum til að láta prinsipp um ritstjórnarlegt sjálfstæði ekki þvælast fyrir sér.

Smelltu hér til að lesa leiðarann.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing