Fótboltastjarnan Zlatan Ibrahimovic ætlar að standa við sinn hluta verðmáls sem hann gerði við David Beckham þegar Svíþjóð og England mættust í 8-liða úrslitum á HM fyrr í sumar.
Zlatan skoraði Beckham á hólm á samfélagsmiðlum í aðdraganda leiks Svíþjóðar og Englands og sagðist ætla að bjóða Beckham út að borða hvar sem hann vildi í heiminum skyldi England vinna en ef Svíþjóð bæri sigur úr býtum þyrfti Beckham að kaupa hvað sem hann vildi úr Ikea.
Sjá einnig: Zlatan skorar Beckham á hólm: „Ef Svíþjóð vinnur kaupir þú hvað sem ég vil úr Ikea“
Beckham tók veðmálinu en sagði að ef England ynni þyrfti Zlatan að mæta á landsliðsleik með Englandi í landsliðstreyjunni og gæða sér á fisk og frönskum (e. fish and chips) eins og sannur Englendingur.
Zlatan er maður orða sinna og sagðist ætla að mæta á leik.
„Ég þarf smá tíma til að jafna mig á tapinu en ég er spenntur fyrir leiknum,“ segir Zlatan með bros á vör í myndbandinu hér að neðan
Zlatan Ibrahimovic isn't backing out of his bet with David Beckham…@Ibra_official #ENG #SWE #WorldCup #MUFC pic.twitter.com/fVyaL3y5RH
— BBC RM Sport (@BBCRMsport) July 19, 2018