Knattspyrnuguðinn Zlatan Ibrahimovic skoraði knattspyrnugoðsögnina David Beckham á hólm á samfélagsmiðlum í gær. Ástæðan er leikur Englands og Svíþjóðar í 8-liða úrslitum á HM sem fer fram í dag, en kapparnir áttu báðir langa landsliðsferla með liðunum ásamt því að hafa verið liðsfélagar hjá AC Milan og Paris Saint-Germain.
Zlatan, sem er á mála hjá L.A. Galaxy í Bandaríkjunum, setti mynd af þeim félögum á Instagram og nýtti tækifærið til að skora Beckham á hólm.
„Yo David Beckham ef England vinnur á morgun skal ég bjóða þér út að borða hvar sem þú villt í heiminum, en ef Svíþjóð vinnur þá kaupir þú hvað sem ég vil úr Ikea, samþykkt?“
Beckham var ekki lengi að svara veðmálinu í athugasemd við myndina.
„Ef Svíþjóð vinnur skal ég persónulega fara með þér í Ikea og kaupa hvað sem þú villt í nýju höllina þína í L.A., en ef England vinnur þá vil ég að þú komir á landsleik á Wembley í ensku landsliðstreyjunni og borðið fisk og franskar í hálfleik“
The terms of the deal have been set ? #SWEENG pic.twitter.com/9bJ3D5nHWv
— LA Galaxy (@LAGalaxy) July 6, 2018