Auglýsing

Gæðin og hugmyndafræðin í Black Mirror

Flestir ættu á þessum tímapunkti að kannast við sjónvarpsseríuna úr smiðju svartsýna prakkarans Charlie Brooker, þessa sem komst hratt inn í meginstrauminn eftir að Netflix risarnir tóku framleiðsluna undir sinn væng. Mætti í raun segja það óumdeilanlegt að Black Mirror – á góðum degi – sé fantagott sjónvarp. Jafnvel ágætur Black Mirror þáttur á lala degi er skárra sjónvarp en margt annað.

Þetta er sennilega vert að kanna með Poppkasti en í nýjasta innslagi þeirra Nönnu Guðlaugardóttur og Tómasar Valgeirssonar er sjónvarpsserían eins og hún leggur sig í brennidepli.

Í lýsingu þáttar segir: 

Hvað er það sem aðskilur dýpri, bitastæðari þættina frá ‘Hah, náði þér!’ sögunum? Hvenær og hvar er viðeigandi að sía út sci-fi vinkil frá samtímasögu? Á lúxushraða (eða á pari við lengd síðustu Avatar-myndar!) er sarpur Svartra spegla skoðaður í þaula, vissulega með hávísindalegri gæðaröðun. Þá er líka metið í hverju liggur besta martraðarfóðrið, hver er fullkomni ‘smakk’ þátturinn og kjarnamunurinn á bersýnilegri predikun og djúpstæðari, viðtengjanlegri innsýn í tengsl mannverunnar við tæknifíknina.

Hlustendur mega þá, undir viðvörun Höskuldar, setja sig í stellingar og láta vel um sig fara á meðan Nanna og Tómas bera saman nördabækur. Nú er það svart.

Hlaðvarpið Poppkast hóf göngu sína fyrr í desember en Þættina má nálgast hér gegnum Spotify hlekki en almennt eru þeir aðgengilegir á helstu hlaðvarpsveitum (t.a.m. Apple, Google, Stitcher o.fl.).

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing