Hér er alvöru Lasagna með ítölsku ívafi eins og það gerist best. Réttur sem allir í fjölskyldunni elska. Uppskriftin er stór enda gott að eiga afgang daginn eftir en það má líka helminga uppskriftina.
Hráefni:
- 1 tsk ólívuolía
- 1 laukur, skorinn fínt
- 1 gulrót, skorin fínt
- 4 hvítlauksgeirar, kramdir eða rifnir niður
- 1 kg nautahakk (eða blandað)
- 2 dósir maukaðir tómatar
- 1 pakki tómatpassata
- 2 litlar dósir tómatpúrra
- 2 teningar nautakraftur
- 1 tsk oregano og 1 tsk basil þurrkað
- 1/2 tsk sykur eða sýróp
- Lasagnaplötur
- Mozarella ostur ferskur eða tilbúinn rifinn í poka
- Salt og pipar
- 4 msk smjör
- 4 msk hveiti
- 1 líter mjólk
- 2 1/2 dl rifinn parmesan
Aðferð:
1. Steikið lauk og gulrætur í olíu í nokkrar mínútur í stórum potti. Bætið hvítlauknum í pottinn og síðan hakkinu og steikið þar til kjötið brúnast.
2. Hellið tómötunum, tómatpassata, tómatpúrru, kraftinum og kryddinu saman við. Hrærið vel og náið upp rólegri suðu. Saltið og piprið eftir smekk. Og sykur ( má sleppa). Setjið lok á pottinn og látið malla rólega í 20-30 mín. Bætið síðan kryddum við eftir smekk.
Hvít parmesansósa aðferð:
1. Bræðið smjörið í potti á miðlungs hita. Takið pottinn síðan af hellunni og bætið hveitinu úti. Pískið vel saman þar til þetta hefur blandast vel. Færið pottinn aftur á helluna, hafið lágan hita, og bætið síðan mjólkinni saman við í litlum skömmtum og hrærið í pottinum á meðan. Gerið þetta þar til öll mjólkin er komin saman við . Aukið síðan hitann á hellunni og hrærið reglulega í sósunni.
2. Bætið síðan parmesan ostinum saman við og takið pottinn aftur af hellunni og leyfið ostinum að bráðna saman við. Smakkið til með salt og pipar
Núna getið þið farið að setja réttinn saman. Þið takið gott eldfast form og leggið til skiptis, lasagnaplötur, kjötsósuna, hvítu sósuna og mozzarella ost þar til formið er fullt, endið á hvítu sósunni og toppið síðan með mozzarella.
Njótið!