Auglýsing

Argentína

Við Barónsstíg 11 er að finna algera perlu af veitingahúsi, Argentínu steikhús. Argentína hefur lengi verið í uppáhaldi fjölmargra sælkera en við hjá SKE fórum þangað nýverið og, vegna sögu staðarins, með talsverðar væntingar. Í forrétt var humarinn fyrir valinu. Fullkomlega eldaður og gómsætur. Það er erfitt að klikka á íslenskum humri en það getur þó verið snúið að elda hann fullkomlega. Sú varð raunin, einn besti humar sem við höfum smakkað. Nauta-carpaccio með klettasalati, heslihnetum, truffluolíu og wasabi aioli fylgdi í beinu framhaldi og kom skemmtilega á óvart. Bragðmikið, ferskt og frumlegt. Aðalrétturinn á steikhúsi verður að vera stjarna sýningarinnar: Pipruð nautalund. Þarf að segja meira? Silkimjúkt kjötið bókstaflega bráðnaði í munni. Piparsósa, djúpsteiktar sætar kartöflur og hvítlauksristaðir sveppir ásamt bakaðri kartöflu fylgdu með. Meðlæti er nánast óþarft þegar nautalund er eins og nautalund á að vera, en skemmir þó ekki fyrir.Frábær þjónusta og ljúf kvöldstund. Ekki oft sem farið er svo langt fram úr okkar væntingum.

www.argentina.is

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing